Lag og texti: Bubbi Morthens
Tónlistin hefur heiminum breytt
Elmor James og Johnson voru númer eitt
það var tónlistin sem fékk múrinn til að falla
frá London til Moskvu og um Asíu alla
eins og riddarar Djengis Khan sem engu eirðu
var rokkið í augum flestra sem heyrðu
uppreisn æskunnar ósigrandi her
það var tónlistin sem tók mig og breytti mér
Þið menningarvitar vaskir þið stóðuð
í vonlausri stöðu með gildin ykkar góðu
við þökkum ykkur fyrir að vilja oss sýna
að lygin væri bara að finna í Rússlandi og Kína
rokkið okkar máttugra en allt
ekkert er eins ögrandi ekkert er eins svalt
dægurtónlistin krýndi heila kynslóð
breytti heilli kynslóð, kynslóð eftir kynslóð
Í ykkar augum var hún ópíum fólksins
en það geta fleiri en þið sagt loksins, loksins
Chuck Berry var fyrsta bókin
fyrsta alvöru rokk ‘n ról bókin
en þið skiljið það aldrei því andinn er farinn
eistun visin og limurinn marinn
hann sigraði heiminn með galdrahljómi
einstakur geimsteinn rokksins sómi
Hér áður fyrr þeir hrópuðu hneyksli og hneisa
rokkið við neitum að þurfa að feisa
lákúra síbylja ekkert nema hryðjuverk
nei kæru vinir rokkið var kraftaverk
í ritstjórnarpistli taka aftur orðin
hræsnin bak við pennann skrifar orðin
ef Eina Ben og Jónas lifðu í dag
þá væru þeir með rafgítar syngjandi lag.
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum