Lag og texti: Bubbi Morthens og Rúnar Júlíusson
Dagur er að kveldi
komdu hingað inn
hér er nóg af eldi
hér fæst draumurinn.
Myndir bíða í glasi
í pípu bíður svefn
ef blandar þessu saman
þá kemst engin í gegn.
Ég garentera friðin
og falleg undirföt
og grúví gæfa læðu
sem galdrar á þig göt.
Svífur þú á skýi
skrattakollurinn
Hér er nóg, hér er nóg
hér er meira en nóg.
Borgar þú með korti
eða gildir seðillinn
Lykla-Pétur fer að loka
á himnareikninginn.
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum