Lag: Oliver Guðmundsson, texti: Þorsteinn Halldórsson
Með blik í auga, bros á vör
þú birtist mér á gönguför.
Af kæti þá minn hugur hló
í hljóðri aftanró.
En báran lék við sjávarsand
og sólin kvaddi vog og land.
Í brjóstum hjörtun bærðust ótt
og bráðum komin nótt.
Svo tókumst við í hendur hljótt
og hægt við sögðum, góða nótt.
En síðan æ í muna mér
þín minning fögur er.
En síðan æ í muna mér
þín minning fögur er.
Vinsældalistar
#31. sæti DV - Íslenski listinn (2.12.95) 3. vikur á topp 40
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.





