Sjá myndband við þetta lag á Tónlist.is HÉR
Lag: Haukur Morthens, texti: Vilhjálmur frá Skáholti
Ó borg, mín borg
ég lofa ljóst þín stræti
þín lágu hús og allt sem fyrir ber.
Og þótt tárið oft minn vanga væti
er von mín einatt, einatt bundin þér.
Og hversu sem að aðrir í þig narta
þig, eðla borg, sem forðum prýddir mig.
Svo blítt, svo blítt sem barnsins unga hjarta
er brjóst mitt fullt af minningum um þig.
Um síð, um síð ég kem og krýp þér aumur
og kyssi jafnvel hörðu strætin þín.
Því af þér fæddist lífsmíns ljósi draumur
eitt lítið barn og það var ástin mín.
Vinsældalistar
#13. sæti DV - Íslenski listinn (16.12.1995) 6. vikur á topp 40
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum