Lag: Einar Markan, texti: Tómas Guðmundsson
Ennþá brennur mér í muna
meira en nokkurn skildi gruna
að þú gafst mér undir fótinn.
Fyrir sunnan Fríkirkjuna
fórum við á stefnumótin.
En ég var bara eins og gengur
ástfanginn og saklaus drengur.
Með söknuði ég seinna fann
að við hefðum getað vakað lengur
og verið betri hvort við annað.
Svo var það fyrir átta árum
að ég kvaddi þig með tárum
daginn sem þú sigldir héðan.
Harmahljóð úr hafsins bárum
hjarta mínu fylgdu á meðan.
En hver veit nema ljósir lokkar
lítill kjóll og stuttir sokkar
hittist fyrir hinumegin.
Þá getum við í gleði okkar
gengið suður Laufásveginn.
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.





