Lag og texti: Jenni Jóns
Ó, viltu hlusta, elsku litla ljúfan mín
ljóð ég kveða vil um þig
því mildu brúnaljósin brúnu þín
blíð og fögur heilla mig.
Hugfanginn hlýða sæll ég vil á sönginn þinn.
Syngdu þitt fagra, ljúfa lag
þar sem alla tíð ég unað finn
í ástar þinnar töfrabrag.
Bjartar vonir vaka og þrá
um vorsins fögru draumalönd
og vin sem þú gafst hjarta þitt og hönd.
Ó, viltu hlusta, elsku litla ljúfan mín
ljóð ég kveða vil um þig
því mildu brúnaljósin brúnu þín
blíð og fögur heilla mig.
Bjartar vonir vaka og þrá
um vorsins fögru draumalönd
og vin sem þú gafst hjarta þitt og hönd.
Ó, viltu hlusta, elsku litla ljúfan mín
ljóð ég kveða vil um þig
því mildu brúnaljósin brúnu þín
blíð og fögur heilla mig.
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.





