Main Header

PLÖTUR

polar bear flare Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta. 

LÖG OG TEXTAR

bubbi_og_megas Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba. Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.

SPJALLTORG

login-min Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu. Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.

TÍMALÍNA OG MOLAR

3-worlds Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba. Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.
Bylgjan Image

Stál & Hnífur

á Bylgjunni kl. 20:00

öll mánudagskvöld

Pistlar Bubba Image

Sjá Pistla Bubba

HÉR

LAGALEIT

Plötur

Gamli Nói

Bubbi og Guðmundur Pétursson - Bellman
Bellman 2000

Lag og texti: Carl Michael Bellman, þýðing: Sigurður Þórarinsson

(25. söngur Fredmans)

Gamli Nói, gamli Nói
gæðamaður var.
Góðri úr örk þá gekk hann
góða hugmynd fékk hann.
Gnægðir víns, já gnægðir víns
hann gróðusetti þar.

Hann það vissi, hann það vissi
að hefur skepna hver
þorfina áþekka
þörfina á að drekka.
Þrúguvínið, þrúguvínið
þorstans lækning er.

Kellu Nóa, kellu Nóa
kalla væna má.
Aldrei vöngum velti
vín í karl sinn helt
þannig konu, þannig konu
þyrfti ég að fá.

Aldrei sagð’ún, aldrei sagð’ún:
“ekki meira sú.
Of mikið sér á þér
ég tek staupið frá þér.”
Áfram skenkti, áfram skenkti
öðlingskvinnan sú.

Kallinn Nói, kallinn Nói
í kinnum rjóður var.
Hárbúsk hafði hann þéttan
hökutoppinn nettan.
Krús að tæma, krús að tæma
kall var ávalt snar.

Gott var þá, já gott var þá
og glaðvært mannlífið.
Kátir veislu kallar
hvergi fýludallar
sáust edrú, sáust edrú
súrir við manns hlið.

Þá var aldrei, þá var aldrei
aðeins dreypt á veig.
Svekktu þá ei sveina
sermoníur neinar.
Sérhvern drykk, já sérhvern drykk
menn drukku í einum teyg.

Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK? 

Please publish modules in offcanvas position.