Lag og texti: Carl Michael Bellman, þýðing: Hjörtur Pálsson
(64. söngur Fredmans)
Út hjá haga fislétt flýgur
fiðrildi með dögg á væng
grænleitt býr sér ból og hnigur
blóms í mjúka himinsæng;
skordýr öll í feni og flóa
fara í sælli vímu á kreik
þegar heitir geislar glóa
golan örvar þeirra leik.
Hagi, frjáls í faðmi þínum
frjónál öðlast lít og þan
stoltan létt í lækjum sínum
sít ég vaggast hvítan svan;
þar í rjóðri raddir gjalla
reidd er öxi, hamri lyft
molnar bert og bjarkir falla
blágræn fura er sundur klippt.
Vatnadýsir hátt nú hefja
hornin gullnu Brunnsvík á
kaldar gusur vað sinn vefja
votum Solnar - turni hjá;
undir háum hlyn í skjóli
Hagi fram á bóndans vör
laðar bros; við brest í hjóli
brokkar veg sinn folinn ör.
Sæll er hver sem happ það hlýtur
heilsi ein ú meyjarsveit;
Þegar augum á hann lítur
ástsæll fursti í slíkum reit!
Þakkartár þá tindra á hvarmi
tillit hver þeim eykur þor
sem var áður haldið harmi;
honum verður létt um spor.
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.





