Lag og ljóð: Bubbi Morthens
Í þvottahúsi
þrútnir fingur
tóbaksgulir
með nagaðar neglur
strjúka kollinn
á kelnum hnokka
og kafa vatnið.
Komu tiplandi
kvíðafullir
föstudagar
dapureygðir
með drukkna feður
röskuðust leikir
stutta stund.
Rifust augu yfir matnum
kuldaþögn
á kjálkum strekktist
skynjuðu bræður
beiskju vaxa
borðum yfir.
Lá í rúmi
rauðeygður
raddvana
daga tvo
drakk pilsner
í þynkulofti
fölur faðir.
Ljóðið má finna á eftirtöldum útgáfum