Lag og texti: Bubbi Morthens, Rúnar Júlíusson, Bergþór Morthens og Gunnlaugur Briem
Það má vera að helgin hafi verið töff.
Það má vera að ég hafi tekið of mikið stöff
en ég veit líka ef Shakespeare væri hér
þá mundi hann kyssa mig og segja mér
þetta er góður, þetta er góður
þetta er góður, þetta er góður mánudagur handa þér.
Má vera að ég hafi verið vondur við þig.
Það var heldur enginn góður við mig.
En ég veit líka ef Ghengis Khan væri hér
þá mundi hann kyssa mig og segja mér
stráðu salti, stráðu salti
stráðu salti, stráðu salti yfir hjartað í þér.
Þótt klukkan gangi stendur tíminn í stað.
Ég æsku lærði að biðja og ég bað.
En ég veit líka ef Jesús væri hér
mundi hann kyssa mig og segja mér
dragðu út naglann, dragðu út naglann
dragðu út naglann, dragðu út naglann úr lófunum á mér.
dragðu út naglann, dragðu út naglann
dragðu út naglann, dragðu út naglann úr lófunum á mér.
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum