Lag og texti: Bubbi Morthens, Rúnar Júlíusson, Bergþór Morthens og Gunnlaugur Briem
Ég ligg hérna flatur í svalanum
og hlusta á götunnar klið.
Úti eru þrjátíu stig og ég sný mér við
tek af símann
þú átt allan tímann vinur hér í Jóntubæ.
Útvarpið spilar kántrílög
nóttin kemur þæg og góð.
Úti eru þrjátíu stig og í mér brennur glóð
sem svíður nárann.
Tíminn líður hægt hér í Jóntubæ.
Allt sem þinn sjúka huga þyrstir í
færðu fyrir réttan prís.
Hér færðu konur sem bera í bálið þitt
losta sem fuðrar eins og hrís.
Tíminn er góður hérna í Jóntubæ.
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.





