Lag og texti: Bubbi Morthens og Rúnar Júlíusson
Hvað er það sem fellir menn?
Konur og vín.
Í gegnum aldir og gerir enn?
Konur og vín.
Allar konur hafa tíma
kannski fæðast þær með síma.
Glær vökvinn viljann étur
viljalaus þú ekkert getur.
Sálarskipið á skeri strandar
skrítið, líkið ennþá andar.
Konur konur gefið frið.
Kafaldsöldur falla á hlið.
Hlustar þú á sönginn blíða
hjartað fyllir kvíða, kvíða
engin orð, aðeins stuna
ósigur þinn skaltu muna.
Vinsældalistar
#36. sæti DV - Íslenski listinn (16.6.1985) 1. vika á topp 40
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.





