Lag og texti: Bubbi Morthens og Rúnar Júlíusson
Vímuefnahraðlestin hefur aldrei keyrt tóm
Vímuefnahraðlestin kemur klukkan tíu
klukkustundarstopp í birtu og hlýju.
Á móti mér situr svartklæddur maður
sem virðist hvorki hryggur né glaður.
Með fölgrátt andlit og ískaldar sjónir
eitthvað er hann ógnvekjandi þessi staður.
Og ég sem tók mér far fyrir langa löngu
hef legið í myrkrinu í kojunni þröngu.
Fullur af hassreyk og hlustað á sönginn
sem hljómar þegar lestin fer göngin.
Með gangana fulla af ferðaþyrstu liði
fyrir utan klefann þéttist mannþröngin.
Ég sagði: Vímuefnahraðlestin hefur aldrey keyrt tóm
með kjaftfylli af angist og sinn hola róm.
Brunar hún með fólkið og þess friðlausu taugar
flestir hér um borð verða brátt draugar.
Ég er einn af þeim elstu sem eru hér um borð
það væri einfaldara að þurfa að sitja af sér morð
en að þola það víti þegar virðist allt horfið
og varnarlaus finna taugakerfið sorfið.
Undir skinninu kláðinn kraumar sem eldur
ég veit sífellt fleiri fara undir torfið.
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum