Lag og texti: Bubbi Morthens og Rúnar Júlíusson
Dagurinn í dag er ekki sá sami og í gær
tveggja daga bömmer hver kjaftur fær
frelsi eða helsi
draumur í pelsi.
Sérðu hvernig straumurinn ber þau burt
eitt er á hreinu ekki á þurrt
sérðu hvernig andlitin breytast meir og meir
þau GLÓA.
Frelsið í dag er ekki það sama og í gær
draumarnir sýna þér að leiðin er fær
frelsi eða helsi
tungan er í pelsi.
Sérðu hvert reykurinn ber þau burt
gamla fólkið getur ekki látið það kjurt
sérðu hvernig börnin bera saltið í mold
þau GLÓA.
Sérðu hvernig straumurinn ber þau burt
eitt er á hreinu ekki á þurrt
sjáðu hvernig andlitin breytast meir og meir
þau GLÓA.
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.





