Lag: Jón Múli Árnason, texti: Jónas Árnason
Við heimtum aukavinnu,
við heimtum ennþá meiri aukavinnu.
Því ef við einhvertíma eigum frí,
fylgir því fyllirí
og hopp og hí um borg og bí.
Við heimtum aukavinnu,
við heimtum ennþá meiri aukavinnu
Því aukavinnan blessuð bætir
og kætir oss, styrkir og stærir
og endurnæring okkur færir
Ó gefðu guð oss meira puð.
Við heimtum aukavinnu
við heimtum ennþá meiri aukavinnu.
Við viljum fá að djöflast dag og nótt
títt og ótt, græða gnótt
það eflir sálarþrek og þrótt.
Við heimtum aukavinnu
Við heimtum ennþá meiri aukavinnu.
Því það er okkar æðsta sæla
að pæla og þræla og þræla
og þræla, fram í rauðan dauðan.
Ó, gefðu guð oss meira puð.
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
Athugasemd
Þar sem hvorki lag né texti er eftir Bubba listum við það ekki í flutningi annara. En það hefur komið út á þónokkrum plötum. Þekktastur er líklega flutningur Ómars Ragnarssonar á laginu sem er úr söngleiknum "Járnhausinn"