Lag og ljóð: Bubbi Morthens
Ég kem aftur einn daginn
svífandi yfir ísbreiðuna
skyggnum augum
les ég hafið
hvíli mig á grárri klöpp.
Þú sem vakir í vindinum
það rýkur úr blóði við vök
flauelsbrún augun
urðu þín aldrei vör.
Þínir líkar eru fágætir
deyjandi tegund
vopnið í hendi
hvíti söngurinn
hljómar í höfði þínu.
Það koma engir hvalir í ár
æðandi inn firðina
líkt og fljótandi zeppelín loftför
með upplýstan kjaftinn.
Nei í ár eru aðeins
plasthvalir
uppblásnir á torgum.
Ljóðið má finna á eftirtöldum útgáfum
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.





