Lag og texti: Bubbi Morthens
Fyrsti maí í Malaga, fyrsti maí í ár
Þúsundir manna í kröfugöngu
með slagorðsspjöldin letruð á
Gaddavír, gúmmíkylfur
vélbyssur sólin skein á
Fyrsti maí í Malaga
Fyrsti maí í ár.
Það var fallegt veður í Malaga
Þegar Francisco heiman fór frá
í hvítum fötum með stráhatt að láni
hafði fengið Don Petró hjá.
Konan sat heima og hamaðist
að pússa skeljar, flétta strá
sem hún seinna sendi á markaðinn
seldi stykkið 25 peseta á.
Börnin út á götu betluðu
sólarlandatúristar horfðu með viðbjóði á
struku sér um magann
og ultu inn á næstu krá.
Kröfugangan var barinn niður
hestar tröðkuðu fólkinu á.
Gúmmíkúlur, öskur, blótsyrði
kveinstafir, tár.
Það var 1. maí í Malaga
að Francisco dauður í götunni lá
Fyrsti maí í Malaga
Fyrsti maí í ár.
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.





