Main Header

PLÖTUR

polar bear flare Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta. 

LÖG OG TEXTAR

bubbi_og_megas Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba. Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.

SPJALLTORG

login-min Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu. Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.

TÍMALÍNA OG MOLAR

3-worlds Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba. Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.
Bylgjan Image

Stál & Hnífur

á Bylgjunni kl. 20:00

öll mánudagskvöld

Pistlar Bubba Image

Sjá Pistla Bubba

HÉR

LAGALEIT

Plötur

Elliheimilið Hrund / Elliheimilið Grund

 

Bubbi - Sögur 1980 - 1990
Sögur 1980 - 1990, 1999

Lag og texti: Bubbi Morthens

Á sunnudögum, dætur, synir
frænkur og frændur
fara á elliheimilin
Þar sem kviksettar sálir
hafðar eru til sýnis.
Kyssandi, kjassandi, flaðrandi
naga þau þeirra gömlu bein.
Hljóðandi, grátandi
leitandi, spyrjandi
um víxlana og afsölin
ríkisskuldaverðbréfin
um skartgripina
hvort það sé ekki ætlað þeim.

Í gegnum móðu dauðans
skynja þau samt að afkvæmin
aldrei áður hafa talað svona blíðlega
syngjandi hlýlega í traustum tón.

Barnabörnunum er mútað
með brjóstsykri og bíóferðum
meðan fjölskyldan tætir og brýtur og rífur
upp hirslur og skápa
áður en haldið er heim.

Á sömu stofnun á sama stað
flögra frænkurnar og frændurnir
líkt og hræfuglar stað úr stað.

Lagið er að finna á eftirtöldum útgáfum

Athugasemd

Bubbi rokkaði þetta lag síðar upp og hljóðritaði fyrir aðra sólóplötu sína Plágan (1981). Þar er lagið nefnt Elliheimilisrokk. Þó laglínur textanna séu líkar eru útsetningarnar ólíkar svo ekki sé meira sagt og því var ákveðið að hafa lögin hér hvort í sínu lagi ekki síst vegna mismunandi lagaheita. Því má svo bæta við að hið rétta heiti samkvæmt upptökuböndum er Elliheimilið Hrund. En vegna mistaka var orðinu Hrund breytt í Grund við útgáfu Sögur 1980 - 1990.

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK? 

Please publish modules in offcanvas position.