Lag og texti: Bubbi Morthens
Þau sátu saman í garðinum
sunnangolan var þurr og hlý
húmið kældi heita vanga
á himni sáust blóðrauð ský.
Hún leit á hann full af ást.
Hversu oft, sagði hún
hefurðu ekki þurft að þjást
með þennan kross, skömmina upp í háls
en nú er þinn tími kominn
þú ert frjáls.
Einn dag í einu fyrir lífstíð
einn dag í einu þetta stríð
einn dag í einu
einn dag í einu
einn dag í einu
vonin blíð.
Þau gengu saman meðfram síkinu
með söngva dagsins í eyrum sér
og bæði mundu tímana tvenna
trúðu á lífið eins og vera ber.
Hún leit á hann full af ást.
Hversu oft sagði hún
hefurðu ekki þurft að þjást
oní skítnum með skömmina upp í háls
en nú er þinn tími kominn
þú ert frjáls.
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.





