Lag og texti: Bubbi Morthens
Bekkirnir voru málaðir morgunroða sólar
þrestirnir flugu grein af grein
grasið var ennþá milli svefns og vöku
og þú í garðinum á gangi ein.
Dagurinn söng sína söngva
söngva um gleði og sorg
húsin að vakna af værum svefni
og vagnarnir komnir niður á torg.
Þú vaktir mig og sagðir: Vorið kom í nótt
á vindléttum fótum læddist hljótt
þú hefur sofið nóg
hvað ertu að hangsa.
Sólin var ennþá í hári þínu gula
bláminn í augum þínum Hulduþula
fljótur vinur förum út að ganga.
Göturnar fullar af fólki með glampa í auga
Austurstræti fékk erlendan hreim
kaffihúsin full af hamingju og hlátri
ekki ein hræða á leiðinni heim.
Dagurinn söng sína söngva
söngva um gleði og sorg
Reykjavík er einstök þegar sést til sólar
þá er gaman að búa í borg.
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum