Main Header

PLÖTUR

polar bear flare Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta. 

LÖG OG TEXTAR

bubbi_og_megas Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba. Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.

SPJALLTORG

login-min Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu. Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.

TÍMALÍNA OG MOLAR

3-worlds Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba. Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.
Bylgjan Image

Stál & Hnífur

á Bylgjunni kl. 20:00

öll mánudagskvöld

Pistlar Bubba Image

Sjá Pistla Bubba

HÉR

LAGALEIT

Plötur

Bóndinn í blokkinni

 

Bubbi - Trúir þú á engla
Trúir þú á engla 1997

Lag og texti: Bubbi Morthens

Bóndinn í dalnum kveinar kvöldin löng
kerlingin er farin, börnin alltaf svöng
gott hefði verið að vingast við álfana
verið gæti í staðin ætti ‘ann ennþá kálfana
en bóndinn í dalnum
á ekkert í malnum
bí bí og blaka
börnin svöng vaka.

Bóndinn í blokkinni kveina kvöldin löng
kerlingin er farin, börnin alltaf svöng
börnin í blokkinni væla upp í vindinn
bráðum kemur barnó bráðum kemur féló
þei þei og ró ró
rífleg er syndin.

Bóndinn í blokkinni kveina út af kvinnu
karlinum hefði verið nær að finna sér vinnu
fljúga silfurskotturnar í suðurátt
undir rúmi þínu hlægja þér og dansa dátt
undir rúmi þínu er gamanið kvikt og grátt.

Bóndinn í blokkinni hann á engan aur
bölvaður ræfillinn er orðinn alveg staur
einu sinni einu sinn
iðinn sem maur
fyrir mörgum árum auðnan faðminn bauð
veit einhver hvort hún lifir eða er hún dauð.

bí bí og blaka
börnin hrædd vaka
ógurleg eru hljóðin
hryllileg eru ljóðin
sem bóndinn í blokkinni kveður
kvöldin löng
með augun þung og þrútin
og þennan ljóta söng
með augun þung og þrútin
börnin raula svöng
börnin í blokkinni kvöldin löng.

Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK? 

Please publish modules in offcanvas position.