Lag og texti: Bubbi Morthens
Efinn kemur þögull sem þjófur um miðja nótt
þrengir sér inn í sálina inn að kviku.
Þeir sem voru trúaðir hörfuðu hljótt
meðan helgir menn söfnuð sinn sviku.
Og allt sem þú lærðir og allt sem þú veist
er einskis virði ef hjartanu blæðir
hverjum geturðu treyst, hverjum geturðu treyst
hverjum geturðu treyst, hverjum geturðu treyst
ef krossinn aðeins börnin sín hann hræðir.
Vantrúa fólkið hefur það loksins lært
lausnir klerkana duga ei lengur.
Þín barnatrú og allt sem þér var kært
er eins og munaðarlaus drengur.
Og allt sem þú trúðir og allt sem þú veist
er aðeins klisjur úr munni þeirra.
Hverjum geturðu treyst, hverjum geturðu treyst
hverjum geturðu treyst, hverjum geturðu treyst
ef þjónninn hefur svikið sinn herra.
Er blinda kirkjunnar að sigla henni í strand
öll sund lokast það er svarta bylur.
Þó að stýrimaðurinn bendi bræður ég sé land
er það boðskapur sem skipstjórinn ekki skilur.
Og allt sem þú lærðir og allt sem þú veist
er einskis virði er kvölda tekur
hverjum geturðu treyst, hverjum geturðu treyst
hverjum geturðu treyst, hverjum geturðu treyst
ef hirðirinn aðeins lömbin burtu rekur.
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum