Lag og texti: Bubbi Morthens
Maðurinn í húsinu hvíslar rökkurorðum
sem hlustirnar fylla þykkum ótta.
Undir sænginni er myrkrið hlýtt og gott
draumarnir sáust seinast á flótta.
Hann elskar mig ekki
hann elskar mig ekki - nei!
Hann elskar mig ekki
hann elskar mig ekki - ég dey!
Hann elskar mig ekki
hann elskar mig ekki svei.
Stúlkan í húsinu föl yrðir á engan
æskan burtu frá henni tekin.
Hann brosir svo blítt, rauður í framan.
Bráðum gleypir hana drekinn.
Hann elskar mig ekki ...
Fólkið í húsinu hlustar ekki á barnið
hamingjan á þar engar rætur.
Allt það ljúfa, allt það fagra drepið
lítil dama við gluggann sinn grætur.
Hann elskar mig ekki ...
Hann snertir mig
hann snertir mig - nei!
Hann snertir mig
hann snertir mig - ég dey!
Hann snertir mig
hann snertir mig svei.
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum