Main Header

PLÖTUR

polar bear flare Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta. 

LÖG OG TEXTAR

bubbi_og_megas Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba. Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.

SPJALLTORG

login-min Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu. Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.

TÍMALÍNA OG MOLAR

3-worlds Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba. Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.
Bylgjan Image

Stál & Hnífur

á Bylgjunni kl. 20:00

öll mánudagskvöld

Pistlar Bubba Image

Sjá Pistla Bubba

HÉR

LAGALEIT

Plötur

Með vindinum kemur kvíðinn

Bubbi - Allar áttir
Allar áttir 1996

Sjá myndband við þetta lag á Tónlist.is. HÉR

Lag og texti: Bubbi Morthens

Fyrir vestan er veturinn stríður
vokir yfir byggð og tíminn líður.
Með sólvana daga, dapurlegan róm
dreymir ekki alla himnanna blóm.

Vegirnir lokast, veturinn hamast
vörnin er engin, þorpið lamast.
Menn horfa upp í hlíðina, sjá ekki neitt
himinn og jörð renna saman í eitt.

Dag eftir dag snjónum kyngdi niður
dúnmjúk mjöll, þessi hvíti friður.
Í rökkrinu þorpið sýndist svo smátt
svo fór hann að hvessa úr annarri átt.

Og með vindinum kemur kvíðinn
úti er kolsvört hríðin.
Og fjallið það öskrar svo fellur öll hlíðin
og húsin þau hverfa í kófið.

Eitt andartak stóð tíminn kyrr
æddi síðan inn um glugga og dyr.
Hreif burt vonir, reif upp rætur
einhvers staðar engill grætur.

Hvers vegna hér - menn spá og spyrja
spurningar flæða hvar á að byrja.
Fólkið á þig kallar Kristur
kvölin nístir bræður og systur.

Tárin eru leið til að lækna undir
lífið er aðeins þessar stundir.
Gangverk lífsins þau látlaust tifa
og við lærum með sorginni að lifa.

Og með vindinum…


Vinsældalistar
#12. sæti DV - Íslenski listinn (13.12.1996) 7. vikur á topp 40 

Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK? 

Please publish modules in offcanvas position.