Lag og texti: Bubbi Morthens
Alla daga, allar nætur þú
alla daga, allar nætur þú.
Vagga hjartans, heimur minn
mín hamingja er sú;
er mig skortir kraft og kjark
þú komst og gafst mér trú.
Alla daga allar nætur þú.
Megi óskir þínar allar rætast
og ást þín vaxa tær
megi orð þín aldrei særa neinn
og öllum þú verðir kær.
Alla daga allar nætur þú.
Verði þín ævi blessuð öll
og allt sem snertir þig,
megi ég verða þér verðugur
og aldrei misstíga mig.
Því alla daga allar nætur þú.
Megi óskir þínar allar rætast
og ást þín vaxa tær
megi orð þín aldrei særa neinn
og öllum þú verðir kær.
Því alla daga allar nætur
ég elska þig.
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.





