Main Header

PLÖTUR

polar bear flare Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta. 

LÖG OG TEXTAR

bubbi_og_megas Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba. Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.

SPJALLTORG

login-min Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu. Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.

TÍMALÍNA OG MOLAR

3-worlds Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba. Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.
Bylgjan Image

Stál & Hnífur

á Bylgjunni kl. 20:00

öll mánudagskvöld

Pistlar Bubba Image

Sjá Pistla Bubba

HÉR

LAGALEIT

Plötur

Ríkmannsþula

 

Bubbi - Mér líkar það
Mér líka það 1999

Lag og texti: Bubbi Morthens

Líttu upp leikbróðir
og láttu fólk þegja
meðan ég nefni
auðugan mann.
Öll skuluð þið standa
sem við stjaka bundin
uns ég hef útkveðið
eina þulu.

Dökkir  eru dagar í ríkmannshöll
dásamleg verðbréfin féllu öll.
Hljóðir símar sem sungu eitt sinn hátt
situr einn með glasi fram á miðja nátt.

Þekkir bara sá er reynt hefur,
þekkir bara sá sem ekkert gefur.
Ekki dunar dansinn, allt er hljótt
svefnvana gengur hann um húsið í nótt.
Hér var gott að dansa
á gólfum indversk ull
á fingrum kvenna glóðu
demantar og gull.

Dýrðlegir dagar í Hoffmanns höll
á dúkuðum borðum matarflóran öll
vindlar frá Kúbu, konur með sál
sem kveiktu í mönnum lostabál.

Þekkir bara sá er reynt hefur
þekkir bara sá sem ekkert gefur.
Loguðu eldar í nárum fram á nótt
að skynfærum manna úr öllum áttum sótt.
Þá var gott að dansa
á gólfum indversk ull
á fingrum kvenna glóðu
demantar og gull.

Dimm er nóttin í hjartanu hans
hangir nú í snöru sem áður steig dans.
Verðbréfin upprisin eru á ný
köld er gröfin en sængin mín hlý
köld er hans gröf en mín sæng hlý.
Hér var gott að dansa
á gólfum indversk ull
á fingrum kvenna glóðu
demantar og gull.

Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum

Athugasemd

Platan Mér líkar það, kom út í takmökruðu upplagið sem fylgiplata safnplötunnar Sögur 1980-1990 (1999) og er listuð innan hennar og því ekki sem sérstök útgáfa.

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK? 

Please publish modules in offcanvas position.