Lag og texti: Bubbi Morthens
Hláturinn heyrist ennþá
í húinu gráa rauða
vindbarða veggi regnið lemur
og í garðinum auða.
Húðlaus tré sköllótt skæld
skuggvana gefa ekkert skjól
undir stórri ösp er dæld
sem einhver lá í þegar hæst skein sól.
Nú er nýtt fólk sem húsið fæðir
og fyllir það langþráðum orðum
eftir áratuga einsemd græðir
sár þess og það gleðst líkt og forðum.
Í stofunni stúlkan sprautuna tekur
strákurinn í myrkri bíður.
Stjörf síðan nálina rekur
heimurinn allur um æðarnar líður.
Starir svo stóreygð á drenginn.
Hljóðlaust öskrið úr nálinni flæðir.
Hann hvíslar: Hér kemur enginn
um leið og myrkrið um æðarnar æðir.
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
Bubbi - Mér líkar það (EPCD, 1999)
Athugasemd
Platan Mér líkar það, kom út í takmökruðu upplagið sem fylgiplata safnplötunnar Sögur 1980-1990 (1999) og er listuð innan hennar og því ekki sem sérstök útgáfa.