Lag og texti: Bubbi Morthens
Þær tína orminn úr íslenskum fiski
ískaldar skilja ekki neitt.
Þær búa á verbúð í felum milli fjalla
þeim finnst þorpið ætti að heita ekki neitt.
Norðurljósin lýsa upp myrkrið
langar þig elskan ekki heim.
Þær drekka vodka, vilja smá hlýju
ísaðar gellur með harðan hrjúfan hreim.
Þær eiga drauma sem dansa um nætur
drauma sem leita að heimahöfn
og vandamál sem vakna á hvurjum morgni
vandamál með óteljandi nöfn.
Norðurljósin lýsa upp myrkrið
langar þig elskan ekki heim.
Þær drepa tímann, tala um glæstar vonir
ísaðar gellur með harðan hrjúfan hreim.
Norðurljósin lýsa upp myrkrið,
langar þig elskan ekki heim.
Þær drekka vodka og vilja smá hlýju
ísaðar gellur með harðan hrjúfan hreim.
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.





