Lag og texti: Bubbi Morthens
Sú er ástin heitust
sem bundin er í meinum.
Er því best
að unna ekki neinum.
Köld eru augun
sem eitt sinn brunnu
sem eitt sinn unnu
honum svo fríðum.
Fríðari en allt.
Hann elskar mig
hann elskar mig ekki.
Nú er hjartað kalt.
Kaldar eru hendur
sem honum unnu
við hörund brunnu.
Þá lifðu draumar
um dimma nótt.
Hann sveik mig
sveik mig um haustið.
Nú er hjartað hljótt.
Aldrei skal sá sofa vært.
Allt sem honum er svo kært
skal daga uppi og deyja.
Sæt er hefndin
sæt er hefndin
kveður svikin meyja.
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum