Lag og texti: Bubbi Morthens
Dagar víns og rósa og rómantískra nátta 
reyndust skammlífari en þau vildu bæði.
Nú rignir tárum og tryggðin er dimmur skógur 
og ástin er hjá öðru fólki í fæði. 
  
Dagar kulda og gremju ganga hér um húsið.
Gaddavírinn kaupa, víglínan er dregin.
Að morgni þau mætast og sáttmálinn er rofinn.
Mæla ekki orð og ganga út á veginn. 
  
Húsdýragarðinn pabbarnir ganga 
fleiri en einn, laugardaga langa. 
Einmana hjörtu og hópurinn labbar
stórir og litlir stimpilklukkupabbar. 
  
Það er barist um börnin og orðin ekki spöruð.
Fráskyldum feðrum smalað er í réttir.
Hún fékk allt, þeir þora ekki að kvarta
nema á börunum blóðugar segja fréttir. 
  
Upp á náð og miskunn þeir mega hitta börnin 
og mæna á húsið sem þeir byggðu forðum.
Á Macdonalds fara með börnin sín að borða
með brotið sjálfstraust og höfuðfylli af orðum. 
  
Dagar víns og rósa og rómantískra nátta 
reyndust skammlífari en þau vildu bæði.
Í skotlínunni börnin lenda saklaus 
og hjörtun verða vígvallarsvæði.
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
 	
                                        
                    
                        Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.  
                        
                    
                
                    
                        Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
                         Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að. 
                    
                        
                            Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
                            Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
                        
                    
                
                
                    Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
                    Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.
                
        



