Lag og texti: Bubbi Morthens
Þú vilt stökkva, samt stendur þú ennþá hér.
Gult ljósið það lýsir á fólkið sem fallið er.
Ljósrauður lækur ljóðið í höfði þér
höggbylgjan hljóðhimnu tætir.
Þetta ert þú,
þetta ert þú
þetta ert þú
og restin er uppá þaki.
Íbúðin á móti, maðurinn í stólnum sér
bolla óbrotinn, hann situr ber
Þú vildir öskra, en ópið dó inn í þér
glerregnið reif mjúkt hold þitt.
Þetta ert þú,
þetta ert þú
þetta ert þú
nokkur hár og höndin í laki.
Þetta ert þú,
þetta ert þú
þetta ert þú
og restin er uppá þaki.
Þetta ert þú…
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.





