Lag og texti: Bubbi Morthens
Lífið er leikur,
dauðinn er dáinn
eilíf æska.
Ímynd ofar
öllu á oddinn
grafin gæska.
Umbúðir,
ekkert nema umbúðir
og ekkert innihald.
Totta tímann
sleikja sæta
kuldi og kal.
Tíska telur
Útlit inni
vonlaust val.
Allt eða ekkert
rýta ríkir
bros á bak
fötin fela
hrátt holdið
skríður skar.
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.





