Lag og texti: Bubbi Morthens
Ég er hvíta hliðin á svörtu
ég hata svikul hjörtu
ég er sónninn í eyra þínu
eftir að þú skellir á .
Ég er ekkert sem þú heldur
ég er ástæðan sem veldur
þú hatar mig og elskar
og segjir alltaf já.
Þú mátt kalla
þú mátt kalla
Þú mátt kalla
þú mátt kalla það ást.
Ég er vatn ég er reykur
ég er heill ég er veikur
ég er hláturinn sem býr
á bak við augun blá
ég er kona ég er maður
ég er dapur ég er glaður
ég fylgi þér sem skugginn
og ég fer þér aldrei frá.
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.





