Main Header

PLÖTUR

polar bear flare Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta. 

LÖG OG TEXTAR

bubbi_og_megas Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba. Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.

SPJALLTORG

login-min Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu. Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.

TÍMALÍNA OG MOLAR

3-worlds Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba. Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.
Bylgjan Image

Stál & Hnífur

á Bylgjunni kl. 20:00

öll mánudagskvöld

Pistlar Bubba Image

Sjá Pistla Bubba

HÉR

LAGALEIT

Plötur

Elliðaárþula

 

Bubbi - Sól að morgni
Sól að morgni 2002

Lag og texti: Bubbi Morthens

Stríðir straumar falla, stundum er flóð.
Þá stekkur hann fossinn, finnur sína slóð.
Stríðir straumar falla, stundum er flóð.
Þá stekkur hann fossinn, finnur sína slóð.

Eitt sinn rann silfurbjört áin alla leið
eftir dalnum drengur minn, draumfull og breið.
Söng hún sína þulu, fornann fagrann seið,
söng hún sína þulu, mörg eru mannanna verkin leið.

Stríðir straumar falla, stundum er flóð.
Þá stekkur hann fossinn, finnur sína slóð.
Stríðir straumar falla, stundum er flóð.
Fáir rata í fossinn, né finna sína slóð.

Þá var hún full af fiski, fannst í hverjum hyl.
Hrygna og hængur sem hérna urðu til.
Þá var áin hrein og tær,
vorsins laxi var hún fær.
Engin hindrun, öðru nær.
Þá var hún prýði,
þá var hún dalsins prýði.

Stríðir straumar falla,stundum er flóð.
Fáir rata í fossinn,né finna sína slóð.
Stríðir straumar falla,stundum er flóð.
Fáir rata í fossinn,né finna sína slóð.

Horfinn er Svuntufoss, Ullarfoss.
Hefur þú séð þá renna?
Horfinn er Arnarfoss, Búrfoss.
Hverju er um að kenna?
Mörg eru mannanna verkin leið.
Ekki rennur áin mín lengur greið,
ekki rennur áin mín lengur greið.

Stríðir straumar falla,stundum er flóð.

Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK? 

Please publish modules in offcanvas position.