 
Lag og texti: Bubbi Morthens
Menn nýttu sér pólitísk sambönd sín
og sviku,það gerðu þeir.
Það tíðkaðist á tímim kalda stríðsins
og síðan ekki söguna meir.
Þetta gerðist fyrir löngu síðan,en það gerist ekki í dag.
Því þá var það þjóðinni í hag.Því þá var það þjóðinni í hag.
Einu sinni var maður svo múraður
meðan annar átti ekki mat.
Einn flokkur hagnaðist á hernum
í hásæti sínu hann sat.
Þetta gerðist fyrir löngu síðan,en það gerist ekki í dag.
Því þá var það þjóðinni í hag.Því þá var það þjóðinni í hag.
Menn fengu gefins fiskinn í sjónum
frá ráðherrum þessa lands.
Græðgin sig gróf að rótum hjartans
og gerði þar langann stans.
Þetta gerðist fyrir löngu síðan,en það gerist ekki í dag.
Því þá var það þjóðinni í hag.Því þá var það þjóðinni í hag.
Menn stofnuðu flokk og fylktu liði
fram þjáðir sungu þeir.
Meðan foringinn slátraði milljónum manna
og moldin rauða veit meir.
Þetta gerðist fyrir löngu síðan,en það gerist ekki í dag.
Því þá var það þjóðinni í hag.Því þá var það þjóðinni í hag.
Hálendið lögðu menn undir vatn
og lugu sig undir grjót.
Fossana tömdu í túrbínudans
yfir mosann flæddi fljót.
Þetta gerðist fyrir löngu síðan,en það gerist ekki í dag.
Því þá var það þjóðinni í hag.Því þá var það þjóðinni í hag.
Ráðamönnum þeim lærðist það létt
að lögin væriu stálið.
Til að temja sauðsvartann almúgann
og fleygja sumum á bálið.
Þetta gerðist fyrir löngu síðan,en það gerist ekki í dag.
Því þá var það þjóðinni í hag.Því þá var það þjóðinni í hag.
Og ef hlutirnir ennþá eru svona
þá eflaust er það svarið.
Af lögfróðum varið.
Ef það gerist ekki í dag,þá gerist það á morgun.
Því þá er það þjóðinni í hag,því þá er það þjóðinni í hag.
Því þá er það þjóðinni í hag,því þá er það þjóðinni í hag.
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
 	 
                                         Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
                    
                        Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.  
                        
                    
                 Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
                         Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
                    
                        Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
                         Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að. 
                     Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
                            Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
                        
                            Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
                            Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
                        
                    
                 Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
                    Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.
                
                    Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
                    Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.
                
 
        



