Lag og texti: Bubbi Morthens
Sólin er þín systir,sjálf ertu geislinn
sem fyllir mig birtu og undarlegri þrá.
Dagar verða að ljósi, ljúft ilma rósir
augu þín eins og vorið, himinblá.
Klettur í hafi, ávallt sönn
klettur í hafi, ávallt sönn.
Nóttin er þín móðir, sjálf ertu stjarnan.
Ávallt gleður augað, þú ert ástin mín.
Horfa á þig sofa, herrann ég lofa
að hamingjusólin á mig skín.
Klettur í hafi, ávallt sönn
klettur í hafi, ávallt sönn.
Kertaljósin loga krossgátukona.
Fjallið okkar sefur, allt er orðið hljótt.
Við horfum yfir salinn, húmbláann dalinn.
Silungar vaka við sumarnótt.
Klettur í hafi, ávallt sönn
klettur í hafi, ávallt sönn.
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.





