Main Header

PLÖTUR

polar bear flare Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta. 

LÖG OG TEXTAR

bubbi_og_megas Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba. Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.

SPJALLTORG

login-min Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu. Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.

TÍMALÍNA OG MOLAR

3-worlds Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba. Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.
Bylgjan Image

Stál & Hnífur

á Bylgjunni kl. 20:00

öll mánudagskvöld

Pistlar Bubba Image

Sjá Pistla Bubba

HÉR

LAGALEIT

Plötur

Skjól hjá mér þú átt

 

Bubbi - Sól að morgni
Sól að morgni 2002

Lag og texti: Bubbi Morthens

Fyrir löngu síðan gekk ég grýttan veginn einn.
Gott ef ekki rigndi og í skó mínum var steinn.
Það var komið fram í rökkur og rokið hvæsti hátt.
Þá sagði hún og brosti. Skjól hjá mér þú átt.
Þá sagði hún og brosti, Skjól hjá mér þú átt.

Þegar svartnættið lagðist sálina mína á.
Sólin hvarf í sortann og í myrkrinu ég lá.
Þegar duftið hvíta dró mig neðar smátt og smátt.
Þá sagði hún og brosti. Skjól hjá mér þú átt.
Þá sagði hún og brosti. Skjól hjá mér þú átt.

Aldrei hækkaði hún róminn né reyndi nokkurt sinn.
reka mig út á ísinn, heldur kyssti mína kinn.
Sama hvað ég gerði, sama hvað ég lagðist látt.
Þá sagði hún og brosti. Skjól hjá mér þú átt.
Þá sagði hún og brosti. Skjól hjá mér þú átt.

Einn daginn beið mín lífið og ég lærði það fljótt.
að leggja einn á veginn, til þess mig skorti þrótt.
Þar sem ég sat vel móður og hengdi höfuð látt.
Þá sagði hún og brosti. Skjól hjá mér þú átt.
þá sagði hún og brosti. Skjól hjá mér þú átt.
þá sagði hún og brosti. Skjól hjá mér þú átt.

Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum

Athugasemd

Kaupendum plötunnar Sól að morgni (2002) var boðið að afrita fimm demóupptökur sem tilheyrðu plötunni af heimasíðu Skífunnar. Þetta var eitt þeirra laga.

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK? 

Please publish modules in offcanvas position.