Lag og texti: Hilmar Oddsson
Allur lurkum laminn geng ég leiður heim til mín
nóg er komið næturgaman
Allur blár og marinn geng ég barinn ástin mín
nauð að þurf’ að sofa saman.
Aftur einn, svekktur
útí tilveruna, þar á meðal þig.
Aftur einn, beiskur.
Hvað á að gera við ræfla eins og mig?
Annað glóðarauga, eitt, tvö spor í munnvikin
klessukeyrði mótorhjólið.
Eyrað illa rifið, eitt tvö högg á nefbroddinn.
Alltaf sama vandamálið.
Vissulega vafra ég í vondum félagsskap, svo ég skammast mín
Ég skammast mín.
Ó, hvað er að bera mig burtu frá þér
vina, burt frá þér.
Samt sem áður grunar mig og gettu hvað það er
að ég elska þig.
Ó, bar’að ég rataði aftur til Þín
vina heim til mín.
Allur lurkum laminn geng ég leiður nóttin í
nóg er komið næturgaman
Bældur, leiður, barinn, spældur, blautur sparka í.
Ég spyrni við því öllu saman
Aftur einn….
Vinsældalistar
#2. sæti DV - Rás 2 (20.12.1985) 8 vikur á topp 10
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
- Úr kvikmynd - Skepnan (1985)
- Ýmsir - Toppsætin (1986)
- Hilmar Oddsson - Og augun opnast (1989, aðeins á CDútgáfu plötunnar)
- Ýmsir - Fyrstu 15 árin (1991)
- Ýmsir - Ó borg mín, borg... (1998)
- Ýmsir - Óskalögin 7 (2003)