Lag og texti: Bubbi Morthens
Tökum svona kauða
dæmum hann til dauða
forsíðuna auða
viljum ekki í dag.
Ekki benda á mig
segir ritstjórinn
ég skrifa bara sannleikann
það er það eina sem ég kann.
Ekki benda á mig
hvíslar sá nafnlausi
og á lyklaborðið slær svo létt
þetta var jú sölufrétt.
Ekki benda á mig
hrópar eigandinn
ég skipti mér aldrei af
þessa skipun ég aldrei gaf.
Tökum svona kauða
dæmum hann til dauða
forsíðuna auða
viljum ekki í dag.
Ekki benda á mig
hrópar staffið allt
sannleikann verðum að segja
sorry að hann skildi deyja.
Ekki benda á mig
stamar sá sem auglýsir
í blaðinu dótið sitt
það er þeirra hvernig þeir selja sitt.
Ekki benda á mig
vælir kaupandinn
röddin fölsk og rám
ég les aldrei svona klám.
Tökum svona kauða
dæmum hann til dauða
forsíðuna auða
viljum ekki í dag.
Ekki benda á mig
segir sá siðblindi
og glottir í linsuna breitt
fyrir þetta ég fæ víst greitt.
Ekki benda á mig
segir hræsnin og krossar sig
ég veit hver sannleikurinn er
og það hentar alveg mér.
Tökum svona kauða
dæmum hann til dauða
forsíðuna auða
viljum ekki í dag.
Hvað er sannleikur?
spyr ég
í öllum litum
svara ég
sannleikurinn er meira
en hið prentaða orð
sannleikurinn getur aldrei
réttlætt vinur aldrei
í hans nafni sé framið morð.