Lag: Óskar Guðnason, texti: Guðbjartur Össurarson
Dvel þú hjá mér draumur
degi hallar senn
ljúfar liðnar stundir
lifa hjá mér enn.
Vildi ég þú værir
vina hjá mér nú
að við endurheimtum
okkar von og trú.
Þá var ljúft að lifa
lífið eilíft vor.
Sórum ástareiða
áttum kjark og þor.
Áfram líður ævin
einn ég sit og bíð
það sem þögnin geymir
það er liðin tíð.
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
Óskar Guðnason - Gamall Draumur (1991)
Ýmsir - Aldrei ég gleymi (1992)
Óskar Guðna - Lífsins línudans (2001)