Lag og texti: Bubbi Morthens
Stundum er ég óþolandi ósanngjarn og þver
þoli ekki sjálfan mig né hvernig ég er.
Ég reyni að vera í deginum og detta ekki út
mér finnst ég vera að skríða gegnum flöskustút.
Fyrirgefðu mér, f
fyrirgefðu mér
fyrirgefðu mér
ég elska þig meira en lífið sjálft.
Stundum er ég barnalegur, bíð eftir sátt
bíð eftir kossinum og tala soldið hátt
hvað allir séu erfiðir, þá sérstaklega þú.
Yfir fljót skynseminnar vantar stundum brú.
Fyrirgefðu mér
fyrirgefðu mér
fyrirgefðu mér
ég elska þig meira en lífið sjálft.
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.





