Lag og texti: Bubbi Morthens
Þennan dag var rjúkandi rok og kvika
öskugráa öldu við himin bar.
Trollið var fast og við fundum slinkinn
sem færði okkur á kaf í öldurnar.
Vírarnir strekktir sem strengir á gítar
lögðumst á hliðina ofurhægt .
Síðan hvinur í lofti er vírarnir brustu
augnablik var eins og hefði lægt.
Brimaldan hvíta berðu þeim kveðju
sem biðu heima eftir mér
segðu þeim ég hafi hugsað til þeirra
og í huga mínum var myndin af þér.
Uppi á hamrinum fólkið hópaðist saman
horfði á skipið þokast nær.
Með lófann krepptan um stálið ég starði
á brimöldunnar gráhvítu klær.
Við klettabergið beið okkar gröfin
beðurinn kaldi þennan dag.
Skipið njörvað nötrandi á skeri
að gliðna í sundur við öldunnar slag.
Vinsældalistar
#5. sæti Tónlist.is - Netlistinn (41. vika 2004) 4. vikur á topp 10
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.





