Lag og texti: Bubbi Morthens
Dó dó og dumma
drögum upp hann Gumma
kalt er karli myrkrinu í
kroppinn þekur þang og slý
dó dó og dumma
drögum upp hann Gumma
Aldan raular sönginn sinn
er siglir sómabáturinn
lygn og fagur fjörðurinn
saklaus var að sjá
ekki var hann Gummi að gá
ekki var hann Gummi til veðurs að gá.
Sigld’ann suður með landi
sást frá Gulasandi
kólgubakki blakkur fjandi
hræddur horfði á
nær hefði verið að gá
hefði Gummi bara til veðurs nennt að gá.
Aldan raular sönginn sinn
er sökk niður báturinn
æstur úfinn fjörðurinn
illur var að sjá
nær hefði verið að gá
aldrei nennti Gummi til veðurs að gá.
Dó dó og dumma
drögum upp hann Gumma
kalt er karli myrkrinu í
marflærnar fá veislu á ný
ef ekki drögum upp hann Gumma
dó dó og dumma.
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.





