Lag og texti: Bubbi Morthens
Bræluúthald andskotinn sjálfur
eilíft basl og öldugjálfur
trollið þeir draga trollið þeir draga
alla daga.
Bláar myndir og maturinn góður
maður lifandi er karlinn óður
trollið þeir draga trollið þeir draga
alla daga.
Máfurinn er ljótur en múkinn er sætur
Maggi djöfull er seinn á fætur
trollið þeir draga trollið þeir draga
alla daga.
Tólf metra öldur brotna á brúnni
bræður ekki samt fara af trúnni
trollið þeir draga trollið þeir draga
alla daga.
Dagur og nótt splæsast saman
spurningin er þetta gaman
trollið þeir draga trollið þeir draga
alla daga.
Í land við höldum, hugsum um beðinn
hopp í rúmi þar liggur gleðin.
trollið þeir draga trollið þeir draga
alla daga.
Aftur er haldið á hafsins námur
lífið er meira en frystigámur
trollið þeir draga trollið þeir draga
alla daga.
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.





