Lag og texti: Bubbi Morthens
Það eru til tvær leiðir; flótti eða ekki
þú ferð ekki í samband með fortíðar hlekki
það er dæmt til að farast því spennan hún deyr
þig vaknið einn daginn og það er ekkert meir
nema fortíðardraugar ykkar beggja
sem mæta óboðnir og á borðið leggja
ótta og sorg og afneitun hráa
í aðalrétt þið fáið veruleikann gráa.
Og hvað þá, hvað þá, hvað þá
hvað þá, hvað þá, hvað þá
nýr flótti bak við fjöllin grá.
Þú trúir því núna að frelsið sé svona
hvítvín, sofa hjá, ég er frjáls kona.
Má vera, en líkurnar eru meiri en minni
að þú vaknir upp ein daginn með logandi sinni.
Þú flýrð ekki svo létt liðnu árin
þannig gróa aldrei hjarta sárin.
Koddahjal er fínt svo langt sem það nær
en þannig verður aldrei sálin tær.
Það er spennandi eiga í felum fund
æsandi að upplifa þá heitu stund.
En eins og dropinn sem stanslaust holar steininn
munu óuppgerðar tilfinningar fóðra hjartameinin.
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.





