Lag og texti: Bubbi Morthens
Skrítið hvernig stjörnur himins lýsa
löngu horfnu ljósi í augu þín
sjáðu hvernig norðurljósin rísa
bleik og græn þau tala til mín
og þú veist ástin fer alltaf sína leið.
Þú aðeins þú
þú aðeins þú
ástin hvíslar ekki vera leið.
Skrítið hvernig hjartað leggur á þig
lætur eins og ekkert hafi skeð
bara til að minna einn daginn á sig
núna veistu að þú ert bara peð
og þú veist ástin siglir alltaf sína leið.
Þú aðeins þú...
Það eina sem hann þráði var ekki flókið
var að fá að vera dag og nótt
við hliðina á þeirri einu réttu
ástin hvíslar ekki vera leið.
Vinsældalistar
#5. sæti Tónlist.is - Netlistinn (14. vika 2005) 6 vikur á topp 10
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.





