Lag: Árni Ísleifsson, Texti / ljóð: Aðalsteinn Aðalsteinsson
Bylgjurnar kinnunginn kyssa
og kokkurinn syngur við raust.
Á lífinu er hann ei leiður
En lofar það endalaust.
Stína ó Stína ég sé þig í anda
svo ungleg að vanda
Stína ó Stína ég sé þig í anda
svo ungleg að vanda.
En heim koma sjómenn um síðir
af síld eða af þorskveiðum frá
í gleði þeir dansa um dekkið
svo dunar um loftin blá.
Stína ó Stína ég sé þig í anda
svo ungleg að vanda
Stína ó Stína ég sé þig í anda
svo ungleg að vanda.
Vinsældalistar
#32. sæti DV - Íslenski listinn (2.7.1994) 4. vikur á topp 40
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum