Lag og texti: Bubbi Morthens
Bara neikvætt bara slæmt
heyri þig tala þungt er dæmt
engin minning góð og ljúf
köld í framan hörð og hrjúf.
Stjórna og stýra ekkert nógu gott
stjórna og stýra guð þú varst flott
stjórna og stýra.
Aldrei að líta í eigin barm
flýja í vinnu eigin harm
aldrei að stoppa og staldra við
kyrrðin er ógnandi og þessi bið.
Stjórna og stýra ekkert nógu gott...
Gleyma honum nógu fljótt
yngri maður yljar mér í nótt
hvers vegna er hann að vola og væla
sendir mér sms þvílík þvæla.
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.





