Lag og texti: Bubbi Morthens
Ástin vill þér vera nær
augun mild og tær
ástin syngur rökkursöng
kvöldin köld og löng
þú sem ert mér fjær
þú sem ert mér fjær.
Þrái aðeins eina þig
nóttin dimm kyssir mig
rúmið kalt engin þú
ég og mín veika trú
þú sem ert mér fjær
þú sem ert mér fjær.
Finn ekki leiðina heim
er orðinn einn af þeim
tilheyri rótlausri hjörð
með engar rætur í jörð.
Borgin með sín svörtu tjöld
vokir yfir gríma köld
tjörnin frosin tunglið grátt
tíminn bíður enga sátt
þú sem ert mér fjær
þú sem ert mér fjær
þú sem ert mér fjær
þú sem ert mér fjær.
Þú sem ert mér fjær
þú sem ert mér fjær.
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum