Lag og texti: Ómar Ragnarsson
Maður og hvalur
mætast á hafsins öldu slóð
báðir með lungu og heitt blóð
Maður og hvalur.
Maður og hvalur
Súrefnið teiga og soga djúpt
mikið er lífið munasljúft
Maður og hvalur.
En eithvað býr undir
eitthvað svo sárt úr augum skín
enginn fær flúið örlög sín
augnablik stutt er línan hvín.
óræður geigur
horfast í augu í hinsta sinn
annar mun lifa en ekki hinn
því hann er feigur.
Maður og hvalur
mætast á hafsins öldu slóð
báðir með lungu og heitt blóð
Maður og hvalur
Maður og hvalur.
Súrefnið teiga og soga djúpt
mikið er lífið munasljúft
Maður og hvalur.
En eithvað býr undir
eitthvað svo sárt úr augum skín
enginn fær flúið örlög sín
augnablik stutt og þrekið dvín.
óræður geigur
horfast í augu í hinsta sinn
annar mun lifa en ekki hinn
því hann er feigur.
Ungi maðurinn sem andköf tekur
ofurlhljótt hvíslar þá
Farðu og njóttu lífsins ljúfi vinur
er liftir þér báran blá.
Baðaður í geislum sumarsólar
syntu í burt frá mér
Síðan vil ég deyja sæll og glaður
og sökkva í djúpið með þér.
Óskastund alsæl.
Uppfyllt er lífsins heita þrá
það er að fjara út föl er brá
feigðin hún kallar drenginn á.
Sjókuldinn svalur
Þeir horfast í augu í hinsta sinn
Annar mun lifa en ekki hinn
Maður og hvalur.
Maður og hvalur.
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
- Ómar Ragnarsson - Ómablik (VHS, 1989)
- Ómar Ragnarsson - Ómar lands og þjóða, Kóróna landsins (CD, 2003)
- Ómar Ragnarsson - Ómar Lands og þjóðar, Kóróna landsins (DVD, 2003)
- Ómar Ragnarsson - Stikklur 18 - Hátíðarútgáfa (DVD, 2010)
- Ómar Ragnarsson - Ómar í hálfa öld - Lög og textar eftir Ómar Ragnarsson (3xCD, 2010)